Innkaupakarfan er tóm
Afgreiðsla pantana og vöruskil
Afgreiðsla pantana
Að jafnaði sendum við pantanir innan 1-2 virkra daga frá því að greiðsla hefur borist. Við sendum pantanir með Dropp, og þú getur valið um fá heimsent á Suðvesturhorninu eða sækja á einn af 70 afhendingarstöðum Dropp um allt land.
Pantanir má einnig sækja beint til okkar. Fínt er ekki með verslunarhúsnæði, en það er hægt að panta tíma til þess að sækja vörur á Urðarstíg 3, 101 Reykjavík. Þú getur látið okkur vita hvaða tími hentar best í reitnum athugasemdir þegar gengið er frá pöntun. Við munum svo hafa samband til þess að staðfesta tíma.
Vinsamlegast athugið að pöntun er eingöngu lokið þegar greiðsla fyrir hana hefur borist. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja að greiða með greiðslukorti eða með millifærslu. Ef þú velur að greiða með millifærslu munum við geyma vörurnar sem þú hefur valið í allt að 48 tíma til þess að gefa þér tækifæri til þess að ljúka við pöntunina.
Vöruskil
Vörum má skila innan 14 daga frá pöntun og fá fulla endurgreiðslu. Ef 14 dagar hafa liðið síðan lokið var við pöntun og hún greidd getum við ekki boðið upp á fulla endurgreiðslu eða vöruskipti. Vörum verður að skila ónotuðum og í sama ásigkomulagi og þær voru afhentar. Þá verða vörur sem skilað er að vera í upprunalegum pakkningum og þeim þarf að fylgja kvittun eða önnur staðfesting vörukaupa.
Það er einfalt að skila með Dropp. Skilavörur má fara með á næsta afhendingarstað Dropp. Vinsamlegast notið eftirfarandi tengil til þess að hefja skilaferlið: https://www.dropp.is/voruskil
Það má líka hafa samband við okkur til þess að skila vörum í eigin persónu. Fínt er ekki með verslunarhúsnæði, en það er hægt að panta tíma til þess að skila vörum að Urðarstíg 3, 101 Reykjavík, með því að senda tölvupóst á fint@fint.is eða með því að nota vefform.
Athugið að ekki er hægt að skila gjafakortum.
Vinsamlegast sendið vöru sem þið hafið keypt af Fínt ekki aftur beint til framleiðanda.
Endurgreiðslur
Þegar við höfum móttekið og yfirfarið skilavöru sendum við þér tölvupóst til staðfestingar og til þess að láta þig vita hvort endurgreiðsla sé samþykkt. Sé endurgreiðsla samþykkt mun andvirði þeirra vara sem skilað er vera bakfært á þann bankareikning eða það kort sem notað var við greiðslu.
Við getum ekki endurgreitt vörur við eftirfarandi aðstæður:
- Við getum ekki endurgreitt vörur sem voru keyptar á útsölu
- Við getum ekki endurgreitt vörur sem ekki eru í upprunalegu ásigkomulagi, hafa orðið fyrir skaða eða vantar íhluti, að því gefnu að Fínt hafi ekki verið valdur að skaðanum
- Við getum ekki endurgreitt vörur sem skilað er meira en 14 dögum eftir kaup
Ef þú ert að bíða eftir endurgreiðslu sem ekki enn hefur borist mælum við með því að athuga fyrst bankareikninginn þinn. Hafi endurgreiðsla ekki borist þangað er best að hafa samband við kortafyrirtækið þitt, og því næst bankann þinn. Tafir geta átt sér stað við framkvæmd endurgreiðslu. Ef þú hefur gert allt framangreint en bíður enn eftir endurgreiðslu getur þú haft samband við okkur með því að senda tölvupóst til fint@fint.is eða með því að nota vefform.
Skipti
Keyptirðu vitlausa stærð? Líkar þér ekki við litinn? Við viljum endilega hjálpa þér að finna eitthvað sem hentar betur. Einfaldasta leiðin til þess að gera það er að skila vörunni sem um ræðir líkt og lýst er að ofan. Varan verður þá endurgreitt, og þú getur pantað það sem þig vantar.
Ef þig vantar aðstoð við vöruskipti getur þú haft samband með því að senda okkur tölvupóst á fint@fint.is eða með því að nota vefform.