Innkaupakarfan er tóm
Be Lenka Winter 3.0 – barefoot skór
30.900 kr.
Hvers vegna ættu kuldaskór að þurfa að vera þungir klossar sem þrengja að fótunum? Winter 3.0 frá Be Lenka eru sérléga léttir og þægilegir barefoot kuldaskór, fóðraðir með merínóull til þess að halda á þér hita. Þeir hafa DeepGrip sóla svo þú rennir ekki í hálkunni, og svo hrinda þeir líka frá sér vatni. Winter 3.0 eru skór sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskar vetraraðstæður.
Henta jafnt körlum og konum. Framleiddir í Portúgal.
Efni:
- Efra lag: Leður
- Fóðrun: Merínóull / Lag sem hrindir frá sér vatni
- Sóli: Gúmmí (DeepGrip)
- Innsóli (hægt að fjarlægja): Merínóull og endurunnið PU
Barefoot eiginleikar:
- Vítt tábox
- Mjög sveigjanlegur sóli
- Flatur sóli, engin hækkun frá tá að hæl
- Léttir
Frekari eiginleikar:
- Hágæða leður
- Ullarfóðrun heldur hita á fótunum
- DeepGrip ytri sóli er hannaður til þess að veita stöðugleika við ýmsar aðstæður
- Lag milli leðurs og ullar tryggir skó sem eru þurrir, hlýir, þægilegir og anda
- Leðrið hrindir frá sér vatni og vætu ef það er reglulega úðað með viðeigandi efni
- Hentugir krókar fyrir reimar sem gera skóna praktíska og þægilega
Stærð | 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 46 |
---|---|
Litur | Black, Chocolate, Walnut Brown |
Stærðartafla
Be Lenka Winter
Til þess að mæla fótinn þinn þarft þú A4 blað og blýant.
- Legðu A4 blaðið upp við vegg eða annan lóðréttan flöt
- Settu fótinn á pappírinn þannig að hællinn snerti vegginn
- Teiknaðu nú línu eða punkt við enda lengstu táarinnar, og við hælinn
- Taktu fótinn af blaðinu
- Mældu fjarlægðina milli punktanna tveggja í beinni línu
- Bættu 0,5-1,2cm til þess að gera ráð fyrir plássi í skónum fyrir framan tærnar
stærð | lengd | breidd |
---|---|---|
36 | 23.3 | 8.9 |
37 | 23.9 | 9.1 |
38 | 24.6 | 9.3 |
39 | 25.3 | 9.5 |
40 | 25.9 | 9.7 |
41 | 26.6 | 9.9 |
42 | 27.3 | 10.1 |
43 | 27.9 | 10.3 |
44 | 28.6 | 10.4 |
45 | 29.2 | 11.1 |
Ef þú ert ekki viss getur þú líka litið á fótsporið í innsóla úr skó sem þú ert nú þegar að nota.
- Fjarlægðu innsólann úr skó sem þú ert að nota
- Mældu frá enda hælsins þangað sem fótsporið endar