ByKay Mei Tai

23.900 kr.
Setja á óskalista Þegar á óskalista

Mei Tai er eins konar blanda af burðarpoka og burðarsjali. Það býður upp á þægindin sem fylgja burðarsjali en er jafnframt einfalt í notkun líkt og burðarpoki!

Mei Tai frá BeKay er hægt að fá annað hvort með fóðruðu mittisbelti sem er fest með sylgju. Axlarólarnar er síðan hægt að vefja og hnýta að vild, eftir því hvað hentar best. Þetta hentar sérstaklega vel þegar nota á Mei Tai fyrir mörg börn, eða þegar mismunandi aðilar nota Mei Tai til að bera börn í, en þá þarf ekki stöðugt að vera að breyta stillingum.

Mei Tai frá BeKay má nota til þess að bera börn að framan, á mjöðm eða á baki, og hentar fyrir börn frá fæðingu upp í 23kg eða um 3 ára aldur. Axlarólarnar eru breiðar og dreifa þyngdinni vel um axlir og bak. Þá er líka hetta á Mei Tai sem hentar bæði þegar barnið sefur, en má líka rúlla upp til þess að veita aukastuðning við háls. Þá fylgja líka fóðraðar axlarólar með, sem hægt er að setja á til þess að auka á þægindi til að mynda þegar þyngri börn eru borin eða börn eru borin á bakinu.

Stilla má hæðina á stykkinu sem liggur á baki barnsins með því að rúlla því upp, og breiddina má stilla með smellum. Þannig er hægt að laga þetta Mei Tai að stærð barnsins.

Mei Tai frá ByKay er úr lífrænni bómull.

Um ByKay

ByKay er hollenskt fyrirtæki sem framleiðir ergónómíska burðarpoka og burðarsjöl. Þau leggja áherslu á sjálfbærni, meðal annars með því að nota lífræna bómull og endurunninn pappír, og planta trjám fyrir allan pappír sem þau nota. ByKay hefur unnið til ýmissa hönnunarverðlauna.

Vottanir

  • Hip Dysplasia Institute
  • OEKOtex 100
  • Evrópa: EN13209-2 og CEN/TR 16512
  • Bandaríkin: ASTM, CPSIA og ISO
litur

Steel Grey, Stonewashed

#