ByKay Aqua Carrier

10.900 kr.

Til á lager

Setja á óskalista Þegar á óskalista

Aqua Carrier frá ByKay er teygjusjal sem hægt er að nota í vatni. Munurinn á Aqua og öðrum teygjusjölum liggur í efninu, sem hentar til að bera barnið til að mynda á sundi, í sturtu eða á ströndinni.

Burðarsjalið er úr 100% pólíester. Það er þess vegna létt, þornar fljótt, og veitir vörn gegn 98% af útfjólubláum geislum sólarinnar.

Burðarsjalið hentar frá fæðingu upp í um tveggja ára aldur, eða 15kg þyngd. Sjalið er líka hægt að nota án þess að vera í vatni, en það veitir aðeins minni stuðning en önnur teygjusjöl.

Sjalið er 5 metra langt og 70cm breitt.

“ByKay Aqua Carrier burðarsjalið hefur reynst mér og mínu barni mjög vel. Hann er einfaldur í notkun, heldur vel barninu mínu við mig og einstaklega þægilegur í notkun. Ég kýs að setja sjalið á þegar ég er búin að sturta mig og síðan kem ég barninu mínu fyrir. Burðarsjalið hefur gert sundferðir okkar auðveldari. Eftir hverja sundferð nægir okkur að vinda allt vatn úr því og hengja sjalið síðan einfaldlega upp til að þorna.”

Um ByKay

ByKay er hollenskt fyrirtæki sem framleiðir ergónómíska burðarpoka og burðarsjöl. Þau leggja áherslu á sjálfbærni, meðal annars með því að nota lífræna bómull og endurunninn pappír, og planta trjám fyrir allan pappír sem þau nota. ByKay hefur unnið til ýmissa hönnunarverðlauna.

Vottanir

  • Hip Dysplasia Institute
  • OEKOtex 100
  • Evrópa: EN13209-2 og CEN/TR 16512
  • Bandaríkin: ASTM, CPSIA og ISO
#