Innkaupakarfan er tóm
Mamalila Baby Wearing & Pregnancy Coat Wool Oslo – meðgöngu úlpa
49.900 kr.
Mjúk, lífræn ull gerir þessa fallegu kápu einstaklega þægilega og endingargóða flík í hvaða fataskáp sem er, sem má vel nota lengi eftir að maður er hættur að ganga um með börn í burðarpoka. Innra lag kápunnar er vindhelt og úr lífrænni bómull. Eco Wool Oslo kápan hentar jafn vel á leiðinni með börnin á leikskólann eða á leiðini í fína veislu.
HELSTU ATRIÐI
- Lífræn soðin ull
- Vindheld og hitajafnandi
- Þægileg
- Fallegt snið sem hentar á meðgöngu, þegar verið er að bera barn, og líka án barns
- Innlegg með stillanlegri breidd
EFNI
- Nátturuleg, lífræn, soðin ull: Hlý, andar og hrindir frá sér óhreinindum
- Vindheld og andandi fóðrun úr lífrænni bómull
- Engin PFOS/PFOA efni
EIGINLEIKAR
- Vindvörn við hálsinn á barninu
- Uppbrettanlegur kragi fyrir þann fullorðna
- Ermar eru lengri við handarbak en við lófa
- Meðgöngukápa, burðarkápa, og góð ullarkápa í einni
ÞVOTTALEIÐBEININGAR
- Má aðeins þvo í handþvotti eða þurrhreinsun
- Við handþvott má aðeins nota þvottaefni fyrir ull, síðan skal leggja flíkina flata til þerris. Ekki vinda!
- Ullin hrindir frá sér óhreinindum, af þeim sökum þarf sjaldan að þvo kápuna
STÆRÐ
- Pantaðu þá stærð sem þú notar venjulega. Með jakkanum fylgja innlegg sem tryggja nægt rými á meðgöngu og þegar barn er borið í burðarpoka eða burðarsjali (upp að u.þ.b. 2 ára aldri)
- Þegar þú ákveður hvaða stærð þú pantar getur líka verið gott að hugsa um hverju þú munt oftast vera í undir jakkanum, og hvort þú viljir frekar jakka sem er í þrengri eða víðari kantinum.
Mamalila jakkar eru framleiddir í stærðunum XS-XXL. Þó sniðin á jökkunum séu ólík, samsvara þessar stærðir almennt eftirfarandi tölusettum stærðum:
Stærðir hjá Mamalila | Meðalstærð |
---|---|
XS | 36 (fits up to a height of +/- 1.67cm) |
S | 38 |
M | 40 |
L | 42 |
XL | 44 |
XXL | 46 |
magapoki, burðarpoki, burðarsjall, burdarpoki
Stærð | XS, S, M, L, XL |
---|