Algengar spurningar

Ég pantaði vöru með heimsendingu frá Dropp

Pöntunin þín verður fyrst afgreidd frá okkur og send við fyrsta tækifæri. Almennt gerist það fyrir kl. 15 á virkum dögum. Þegar Dropp hefur móttekið pakkann færð þú skilaboð frá þeim um hvenær von er á sendingunni.

Hvaða sendingamöguleika bjóðið þið upp á?

Við sendum pantanir með Dropp og bjóðum upp á bæði heimsendingu og að sækja pöntun á afhendingarstaði Dropp. Í báðum tilvikum bjóðum við upp á samdægurs sendingu á pöntunum sem berast fyrir kl. 11:00 á virkum degi. Ef pöntunin berst eftir kl. 11:00 munum við ekki hafa tíma til að koma henni til Dropp í tæka tíð fyrir útkeyrslu samdægurs, en komum henni áleiðis næsta virka dag.

Sendingarkostnaður fer eftir heimilisfangi, afhendingarmáta og þyngd pöntunar:

  • Að sækja pöntun á afhendingarstaði Dropp á höfuðborgarsvæðinu (allt að 10kg) kostar 790 kr.
  • Að sækja pöntun á afhendingarstaði Dropp utan höfuðborgarsvæðisins (allt að 10kg) kostar 990 kr.
  • Heimsending á höfuðborgarsvæðinu (allt að 10kg) kostar 1.350 kr.
  • Heimsending á suðvesturlandi (allt að 10kg) kostar 1.450 kr.

Við bjóðum líka upp á að sækja pöntun beint til okkar. Ef þú velur að sækja pöntun til okkar munum við hafa samband við þig eftir að pöntun hefur borist til þess að finna hentugan tíma. Ef þú vilt athuga hvenær er hægt að sækja til okkar áður en þú lýkur við pöntun hafðu þá samband og við finnum tíma sem hentar.

Varan sem ég keypti passar ekki, hvernig get ég skilað?

Ef varan er ónotuð (fyrir utan mátun) og pakkningarnar eru enn óskemmdar er hægt að skila innan 14 daga frá pöntun. Dropp tekur við pöntunum í skilaferli, en einnig er hægt að skila í eigin persónu. Sendið tölvupóst á returns@fint.is til að láta okkur vita af skilum.

Er hægt að máta áður en ég kaupi?

Sendu okkur tölvupóst með upplýsingum um hvað þú vilt máta, og við finnum tíma fyrir þig að kíkja við hjá okkur til að máta. Ef þú ákveður að kaupa vöruna getum við afgreitt kaupin á staðnum.

Er hægt að kaupa gjafabréf?

Já, við seljum gjafabréf! Þú getur pantað gjafabréf með því að senda okkur tölvupóst, við setjum þá upp sérstakan afsláttarkóða sem hægt er að nota.

#