Innkaupakarfan er tóm
Að bera barnið þitt
Það hefur marga kosti að bera barnið sitt í burðarpoka eða burðarsjali, að því gefnu að maður viti hvernig það er gert. Við höfum tekið saman helstu kostina við að bera börn í burðarpokum eða burðarsjölum, og einnig góð ráð um hvernig má gera það sem best. Upplýsingar um hvernig er hægt að hnýta burðarsjöl má finna hér, and a table comparing carriers hér.
KOSTIR VIÐ AÐ BERA BÖRN
Tengslamyndun
Nándin við barnið þitt mun hjálpa þér og barninu að mynda sterk og örugg tengsl.
Örvar brjóstagjöf
Nándin við barnið þitt mun líka auka framleiðslu á oxýtósíni í líkamanum þínum. Oxýtósín er eitt af hormónunum sem hefur áhrif á brjóstagjöf.
Líkamshiti og líkamsklukka
Líkaminn þinn lagar eigin líkamshita til þess að stilla líkamshita barnsins. Ef barnið þitt er kvefað eða með hita getur hjálpað að bera það í burðarpoka eða -vefju. Þar að auki getur upprétt staða á daginn hjálpað ungabörnum að stilla af eigin líkamsklukku og skapa dags- og næturrytma.
Dregur úr gráti
Með því að halda þétt á barninu þínu veitir þú því öryggi sem getur hjálpað því að gráta minna eða skemur. Barnið þitt veit að það er einhver sem passar upp á það.
KOSTIR FYRIR FORELDRA
Hendurnar frjálsar
Samanborið við að halda á börnum í höndunum eða ýta þeim í kerru, þá eru hendurnar frjálsar þegar barnið er borið í wrap or carry bag sem þýðir að hendurnar þínar eru lausar! Þú veist að barnið þitt er öruggt, en getur líka sinnt því sem þú þarft að sinna!
Frelsi til að hreyfa sig
Þú þarft ekki að velja þér leiðir eingöngu út frá aðgengileika á kerru. Þú getur gengið upp og niður tröppur, komist um þrönga ganga í verslunum, eða farið í göngutúr í snjónum. Ef þú hefur áhyggjur af kuldanum, geturðu skoðað burðarjakkana frá Mamalila til að halda hita á þér og barninu þínu.
Sveigjanleiki
Burðarpokar og -sjöl eru frekar fyrirferðarlítil. Það er þess vegna auðvelt að taka poka eða sjal með ef þú ert ekki viss hvað dagurinn ber í skauti sér. Ætlarðu að fara í stuttan göngutúr með barninu, sem neitar síðan að halda áfram þegar þið eruð komin hálfa leið? Þá geturðu sett upp pokann eða sjalið, komið barninu fyrir og haldið áfram! Eða ertu í bíltúr og langar út úr bílnum í gönguferð? Settu barnið einfaldlega í burðarpokann eða -sjalið, farðu svo í burðarjakkann og legðu í hann! Þetta virkar líka vel á ferðalögum erlendis, í staðin fyrir að þurfa alltaf að vera að brjóta kerruna sundur og saman, og lifta upp í hin ýmsu farartæki.
Athygli og skilningur
Vegna þess hversu nálægt barninu þínu þú ert, þá veistu hvort það er sofandi, vakandi, eða þarfnast einhvers. Þú munt læra betur á það hvernig barnið þitt bregst við umhverfinu, og hvernig þú getur aðstoðað það.
Góð ráð
Börn eru aldrei of ung eða of gömul til að láta bera sig í burðarpoka eða burðarsjali. Þú þarft bara að vera viss um velja rétta pokann eða sjalið, og nota það rétt.
Hvort ætti ég að nota burðarpoka eða sjal?
Burðarpokar
Kostir
Burðarpokar eru almennt auðveldari í notkunvegna þess að það er ekkert sem þarf að binda. Í staðin eru sylgjur sem tryggja að pokinn sé festur og í réttri stærð. Maður er þess vegna fljótari að fara íburðarpoka, og það er fyrirsjáanlegra hvernig það er að vera með þá (þetta skilst best með því að prófa bæði poka og vefju). Í burðarpokum skiptir stærð barnsins máli; oftast eru þeir ætlaðir fyrir börn frá um 3,5kg upp í 16-20kg. Lýsingin á hverjum burðarpoka fyrir sig ætti að veita nánari upplýsingar um örugga þyngd þess poka.
Gallar
Ókostur við burðarpoka er að það getur reynst nauðsynlegt að kaupa annan poka, ef barnið er of stórt eða of lítið fyrir poka sem fyrir er. Þá þarf að stilla sylgjurnar af reglulega eftir því sem barnið vex, sem og ef fleiri en einn nota sama burðarpoka. Þetta getur bætt lítillega við þann tíma sem það tekur að setja pokann upp og koma barninu fyrir.
Gerðir
Burðarpokar eru fjölbreytilegir, og það getur verið mikill munur á framleiðendum og gerðum. Sumir eru fóðraðir, aðrir ekki. Sumir hafa eingöngu sylgjur á meðan aðra þarf að einhverju leyti að hnýta. Suma er hægt að bera jafnt á bakinu sem framan á, og enn aðra er líka hægt að bera á hliðinni.
Ergónómíska burðarpoka á ekki að nota til þess að bera barnið að framan þannig að andlit barnsins vísi líka fram. Barnið ætti alltaf að vísa í áttina að þeim sem ber það til þess að tryggja rétta mjaðmastöðu. Þar að auki eykur þetta öryggisupplifun barnsins, og dregur úr líkum á því að umhverfið verði yfirþyrmandi einkum hjá ungabörnum.
Aðstoð við val
Hugsaðu um hvernig þú ætlar að nota burðarpokann áður en þú ákveður hvers konar burðarpoka þú vilt:
Viltu geta sett pokann á þig eins fljótt og mögulegt er?
Fáðu þér þá poka sem er einungis með sylgjum.
Viltu poka sem er tekur mjög lítið pláss þegar hann er brotinn saman, til dæmis á ferðalagi?
Fáðu þér þá poka án fóðrunar.
Viltu nota pokann á mismunandi stundum og á mismunandi vegu?
Fáðu þér þá poka með fjölbreytta stillingarmöguleika, eða íhugaðu að fá þér sjal.
Sjöl
Kostir
Sjöl eru einstaklega sveigjanleg, vegna þess að þau má binda á ýmsa vegu. Ólíkt burðarpokum er hægt að nota sjöl óháð þyngd barnsins að mestu leyti. Svo fremi sem barnið hægt er að hnýta sjalið utan um þig og barnið eru engin stærðarmörk. Eftir því hvað þér og barninu þínu þykir best, er hægt að bera barnið á fjölmarga ólíka vegu í burðarsjali.
Þú getur haldið á barninu, óháð aldri, framan á þér, aftan á þér, á hliðinni, eða notað sjalið sem teppi eða jafnvel fest það á króka og breytt því í rólu.
Gallar
Það þarf að hnýta sjalið upp á nýtt í næstum hvert einasta skipti sem það er sett upp. Það getur tekið svolítinn tíma að læra að hnýta sjalið. Að því sögðu, þá þarf líka reglulega að aðlaga stillingar á burðarpokum, sérstaklega ef fleiri en einn notar sama pokann.
Það tekur svolítinn tíma að venjast því að hnýta sjal, en eins og með svo margt annað skapar æfingin meistarann.
Gerðir
Sjöl eru framleidd úr ýmsum efnum og í ýmsum lengdum. Mikilvægasti munurinn á efnunum eru hvort þau eru teygjanleg eða ekki. Teygjanleg sjöl geta verið þægilegri og geta hentað ungabörnum betur. Aftur á móti henta þau eldri börnum verr vegna þess að þau veita ekki sama stuðning við stærri og þyngri líkama. Sjöl sem eru ekki teygjanlegar geta verið framleidd úr mismunandi efnum (til að mynda bómull, líni, hamp, eða blönduðum efnum) en munurinn á þessum efnum er mun minni en munurinn á teygjanlegu sjali og sjali sem ekki teygist. Þá getur líka verið munur á því hvernig mismunandi sjöl eru ofin, hvernig teygist á þeim og hvernig þau passa utan um barnið þitt.
Lengdin á sjalinu hefur fyrst og fremst áhrif á hvaða hnúta þú getur hnýtt (með öðrum orðum hversu mikið efni getur farið í hnútinn), en þar getur stærð þess sem ber barnið líka skipt máli. Í flestum tilvikum virkar stærð 6. Ef þig langar helst að nota hnúta sem nota lítið efni gæti verið gott að velja minni stærð, en ef þú ert mjög stór gæti verið gott að velja stærri stærð.
Aðstoð við val
Hugsaðu um hvernig þú vilt nota sjalið áður en þú ákveður hvað þú kaupir
Viltu nota sjalið eftir að barnið er hætt að vera ungabarn?
Veldu þá sjal sem ekki teygist á.
Viltu sjal sem er hægt að hnýta á sem flesta vegu?
Veldu þá sjal í stærð 6 eða 7.
Viltu vera fljót(ur) að setja barnið þitt í sjalið?
Skoðaðu þá möguleikana á því að bera barnið á hliðinni, eða íhugaðu að fá þér burðarpoka.