Gúmmístígvél frá Koel

7.100 kr.
Setja á óskalista Þegar á óskalista

Hvað er skemmtilegra en að leika sér í pollunum? Barefoot gúmmístígvélin frá Koel eru frábær fyrir krakka sem vilja fara út í rigninguna eða að ganga í blautu grasi – og með ullarsokkum innan undir eru þau svo fullkomin í snjóinn. Stígvélin styðja við gott göngulag barnsins, með flötum sóla og nógu plássi fyrir tærnar, og það er mjög auðvelt fyrir börn að fara sjálf í og úr.

  • 100% gúmmí
  • Einfalt að fara í
  • Innsóli úr textíl
  • Klæðning að innan úr textíl
  • 3mm þykkur gúmmísóli með skriðvörn
  • Endurskinsflötur við hæl til að auka sýnileika

Athugið að það er ekki gott að geyma stígvélin upp við ofn, þar sem þetta getur valdið skemmdum og dregið úr vatnsheldni efnisins, líkt og á einnig við um regnföt. Athugaðu líka að gúmmístígvélin eru ætluð til notkunar í rigningu og pollum, en ef barnið notar þau á hlaupa- eða jafnvægishjóli eða til þess að stöðva rólu, eða ef þau eru aðeins of stór, getur það valdið auknu sliti á stígvélunum.

Koel leggur áherslu á gæði, góð snið, nýsköpun, hönnun og sjálfbærni. Skórnir frá Koel eru hannaðir og framleiddir í portúgal og byggja á langri reynslu í því að búa til sóla sem endast, ásamt nýjustu þekkingu á sjálfbærum efnum og skóm sem passa vel.

Stærð

22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33

Litur

Blue, Yellow, Bear, Blossom

Stærðartafla

KOEL Bernardino sóli
Til þess að mæla fótinn þinn þarft þú A4 blað og blýant.
  1. Legðu A4 blaðið upp við vegg eða annan lóðréttan flöt
  2. Settu fótinn á pappírinn þannig að hællinn snerti vegginn
  3. Teiknaðu nú línu eða punkt við enda lengstu táarinnar, og við hælinn
  4. Taktu fótinn af blaðinu
  5. Mældu fjarlægðina milli punktanna tveggja í beinni línu
  6. Athugaðu hvaða stærð passar við lengd fótarins (frá hæli að tá)
 
StærðHæl að táBreidd fótar
2012.0-12.6cm6.3cm
2112.7-13.3cm6.4cm
2213.4-14.0cm6.4cm
2314.1-14.6cm6.5cm
2414.7-15.3cm6.5cm
2515.4-15.9cm6.5cm
2616.0-16.7cm6.7cm
2716.6-17.2cm6.7cm
2817.3-17.9cm7.0cm
2918.0-18.4cm7.1cm
3018.5-19.1cm7.2cm
3119.2-19.8cm7.3cm
3219.9-20.5cm7.5cm
3320.6-21.2cm7.9cm
 
Ef þú ert ekki viss getur þú líka litið á fótsporið í innsóla úr skó sem þú ert nú þegar að nota.
  1. Fjarlægðu innsólann úr skó sem þú ert að nota
  2. Mældu frá enda hælsins þangað sem fótsporið endar
Þú ættir að fá sömu niðurstöðu með þessum hætti og með aðferðinni sem er lýst hér að ofan. Ef þú ert enn ekki viss, eða ert á milli tveggja stærða, þá er oftast betra að taka stærri stærðina þar sem fætur geta vaxið og sokkar geta bætt nokkrum millimetrum við.